föstudagur, apríl 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Andvaka
Í gær skrapp ég niðrá Rakarastofuna við Klapparstíg og lét létta aðeins á mér, enda fer nú að styttast í sumardaginn fyrsta. Eftir klippingu rölti ég aðeins um bæinn og byrjaði á Máli og Menningu og skrapp svo í Eymundsson og fór svo smá hring og í Iðu, en ég ætlaði nú áður að fá mér eitthvað mexíkóskt á Mamas tacos, en þar var barasta bara búið að loko og ekki vottur af matsölustað þar inni lengur. Nú var því komin upp smá krísa, en ég gekk næst framhjá Kebab húsinu og þar sem ég var orðinn það svangur þá rambaði ég þar inn og fékk mér einn kebab með kjúlla. Það hefur nú verið svona hálfgerð regla að borða aldrei kebab, nema á leiðinni heim eftir fyllerí, en þessi regla er nú æ oftar brotin.

Eftir að hafa étið fylli mína rölti ég aftur upp í Mál og Menningu, því nú langaði mig í kaffi. Ét tók mér því Scientific American upp á loft og drakk þar 2 kaffibolla með blaðinu.
Því næst rölti ég bara heim. Þegar heim var komið gerði ég nokkrar tilraunir til þess að taka myndir af höfuðfötum, en það er einmitt viðfangsefnið á ljosmyndakeppni.is þessa vikuna. En svo var bara verið að sýna svo áhugaverða þætti á National Geographic um hákarla og kafara að ég festist alveg fyrir framan sjónvarpið á meðan því stóð, en setti svo Pee Wee's Big Adventure í græjurnar á eftir og át súkkulaðikex.
Myndin var búin eitthvað um hálf eitt leitið og þá var ég farinn að verða svolítið syfjaður og sofnaði líka alveg ágætlega, en svo var ég alltaf að vakna aftur og aftur því kötturinn var svo mikið á ferðinni. Alltaf að hoppa upp í rúm og úr því aftur því annar köttur kom mjög reglulega inn um gluggann, þar til að ég stóð upp og lokaði glugganum. Eftir það svaf ég alveg eins og steinn til ca. 5. Þá bara glaðvaknaði ég, en reyndi nú samt að sofa lengur, en um hálf 6 leitið sá ég að þetta var bara ekkert að ganga og fór bara á fætur.

Ég tók því morguninn svona frekar með fyrra fallinu í dag og borðaði mjög staðgóðan morgunverð (3 krúsir af earl gray tei og 2 brauðsneiðar með sinnepssósu, skinku og osti og örlítið af paprikukryddi stráð yfir). Á meðan horfði ég á fréttirnar á Sky, CNN og svo aðeins á Stöð 2.

Núna finnst mér bara að dagurinn ætti að vera hálfnaður, en hann er bara rétt að byrja, spurning hvort að maður ætti að fara að taka þetta upp, þ.e. að vakna alltaf fyrir allar aldir og dunda sér heima við svona fyrri partinn.
    
Svikari!
10:12   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar