Hornið
Siggi er ekki að standa sig í neytendahorninu þannig að ég ætla að koma með smá neytendaHORN núna. Veitingastaðurinn Hornið er sá veitingastaður sem ég og Sonja förum oftast á þegar við borðum úti. Ætli við höfum ekki borðað þarna svona 6-7x í vetur og kemur hann alltaf fyrstur upp í hugann þegar við ætlum að fara eitthvað og fá okkur að borða. Það sem gerir þennan veitingastað að mínum uppáhalds stað er líklegast það að hann er lítill og með mjög stórum gluggum sem gerir mjög þægilega birtu þarna inni og mér líður alltaf vel þegar ég er kominn inn og búinn að setjast niður. Þessir gluggar gera það líka að verkum að maður situr og horfir á allt lífið fyrir utan og það er gaman. Eins eru pizzurnar þarna helv... fínar og Moratti bjórinn góður. Topp staður!
|
Hjartanlega sammála - Hornið og Vegamót eru þeir staðir sem við förum langoftast á, og nokkuð staðlað að panta hálfmána og e-t rjómapasta á Horninu ... *sleeeef*
14:52 Burkni
Já, ég þekki engann sem hefur ekki borðað á Horninu oftar en einu sinni, enda kemur maður alltaf ánægður og saddur út af þeim stað.
15:33 Hjörleifur
Hann er nú ekki huggulegur.
08:48 Joi
|
|