Hafið Bláa
Það hrúgast inn myndaseríurnar frá mér núna, en ég var að klára að setja inn myndir frá því við Sonja fórum og fengum okkur að borða á staðnum Hafið Bláa sem er við ósa Ölfusár rétt hjá Þorlákshöfn. Þetta er veitingahús sem stendur við Sjóinn fjarri mannabyggð og er með fallegt útsýni og frábæran mat. Við fengum okkur humarhala í forrétt og ég fékk mér rauðsprettu en Sonja fiskiþrennu með steinbít, saltfisk og humar. Í eftirrétt var síðan ís og þá vorum við gjörsamlega búin að éta yfir okkur og vorum södd fram á kvöld daginn eftir sem er alveg magnað. Hérna eru myndir sem ég tók á leiðinni.
Núna er ég að fara í tennis þar sem við Hjölli ætlum að mala Sigga og Hauk, líkt og vanalega!
|
Þessi er nú bara býsna góð. Flott dýpt í henni.
12:27
|
|