fimmtudagur, apríl 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Bílarnir mínir
Hyundai Accent GLS. Á götuna: 04.05.2000. Litur: Grásans. Ekinn: 77000 km. Ásett verð 700þús. Tilboðsverð 530þús. Rafmagn í öllu, sjálfskiptur, útvarp og geislaspilari og allt. Svo er þetta líka svolítið hnakkalegur bíll, sem er ekki verra. (Bíllinn vinstra megin).


Svona gerðist þetta: Ég vaknaði um 6 leitið í morgun við fuglasöng og drullaðist svo framúr um kl. 7. fékk mér smá mjólk og gaf kisu að borða, skellti mér í smá sturtu og fór svo að skoða bíla á netinu til kl. 9, en þá var ég orðinn syfjaður aftur og fór aftur að sofa og svaf til hádegis. Þá tékkaði ég aftur á nokkrum bílum, en þar sem að veðrið var svo gott þá ákvað ég bara að nýta daginn til að fara út að hjóla og skoða bíla á bílasölum í leiðinni, því þar eru oft tilboð sem maður sér ekki á netinu. Ég byrjaði á því að bruna í Heklu. Leist ekki á neinn þar, hjólaði því næst í P. Samúelsson (Toyota). Þar voru nokkrir bílar á tilboði og leist mér best á þennan sem ég svo á endanum keypti eftir að hafa skoðað hann í krók og kring og tekið smá rúnt á honum og spurt hvort að það væri búið að gera eitthvað við bílinn, en það var einmitt búið að fara yfir hann og laga það sem þurfti að laga (sem var þó ekki mikið). Lakkið er mjög gott á honum og sést ekkert steinkast, sem bendir til að bíllinn hafi ekki farið mikið út á land. Það er smá dæld í frambretti og það vantar hjólkoppa, en það er líka allt og sumt sem var að.

Þar sem að mér leiðist nú frekar að rápa um í búðum, þá ákvað ég bara að kaupa þennan bíl og þar með var málið úr sögunni. Ég borgaði 150 út og restin er lán upp á 380þús (9,7% vextir til þriggja ára og á meðan er bíllinn líka í kaskó). Greiðslubyrði er því ekki nema 13þús á mánuði.

Ef þið vitið um einhvern sem langar til að eignast Möztu 323 árgerð 1987, ekna 170þús og fer ekki í gang þá látið mig vita (það er semsagt bíllinn til hægri á myndinni)

Já maður veit aldrei hvað gerist þegar ég fer út að hjóla.
    
Til hamingju með bílin.
09:26   Anonymous Nafnlaus 

Viltu píkadekk undir bílin?
09:59   Anonymous Nafnlaus 

Eru þessi píkadekk ekki full mikið
16:39   Blogger Hjörleifur 

Þú gætir lent í erfiðleikum að finna kaupanda að Möstunni en það er séns að einhver kaupi ónýta Mösdu ;)
21:14   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar