föstudagur, apríl 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Pistill
Pistill frá Sigga:

Af uppeldi barna og fullorðinna einstaklinga
Uppeldismál eru öllum hugleikinn og sennilega eru þörf til uppeldis ein af grunn þörfum mannsins. Væntanlega verðum við að hafa þessa þörf í gegnunum til að við halda stofninum því annars mætti ætla ósjálfbjarga ungviðið fari sér að voða.

Þó er þessi þörf missterk í okkur mannfólkinu og á sér mörg birtingarform.

Pálmi sem er 3 barna faðir er sennilega hvað þroskaðastur á þessu sviði af slembibullsbræðrum enda búinn að vera faðir í rúm 8 ár ef mér reiknast rétt til og er að mörgu leiti fyrirmynd mín í uppeldismálum. Að mínu mati mjúkur uppalandi sem skilar af sér gegnum þjóðfélagsþegnum í framtíðinni. Sem dæmi þá tókst honum að breyta grjóthörðum tippfundi í mjúkan spjallfund þar sem lítill hvolpur var í aðalhlutverki og áhugi jafnt barna Pálma sem okkar hinna snérist um athygli Gutta sem er hvolpurinn hans Ánna.

Þar sem við hinir í tippklúbb TSH eigum ekki sama barnaláni að fagna höfum við reynt að leysa þessa ábyrgðaþörf með hundum og köttum og frænkum og frændum og guð veit hvað fyrir utan Jóhann.

Jóhann hefur ákveðið að ala mig upp.
Það brýst fram á ýmsum sviðum og yfirleitt í formi föðurlegra ábendinga um hluti sem hann telur að megi betur fara hjá mér. Við spiluðum saman tennis síðastliðinn mánudag og var ég örlítið illa fyrir kallaður og tók athugasemdir hans frekar óstinnt upp. Athugasemdir hans snérust mikið til um staðsetningar mínar inn á vellinum og einnig ákvarðanir mínar varðandi það hvort ég reyndi að slá bolta eða ekki. En í stuttu máli þá leið mér mjög svipað eins og ég væri að spila með mömmu og mér fannst eiginlega allt sem ég gerði vitlaust. Þetta olli óöryggi hjá mér sem braust út í fúllyndi sem olli Jóhann óþægindum sem brutust svo út í fúllyndi eftir á. Nú það sem af er vikunni höfum við reynt að ræða þetta og hann hefur gefið ítarlega greinargerð um hvað fór úrskeiðis hjá mér í tennisinum á mánudaginn og hvað ég þarf að gera til að bæta mig. Einnig hefur hann bent mér á að geðvonskupúkur séu leiðinlegir og ef maður ætlar að vera geðvondur þá getir maður bara verið inni í herbergi hjá sér.

Við Jóhann erum þessa vikunna búnir að vera fara í gegnum gelgjuskeiðstímabil foreldris og barns þar sem við höldum upp miklum samskiptum en þar sem ég er á unglingsárum í samskiptum okkar þá á ég það til að fara í fýlu.

En þetta er nú allt á góðri leið samt og er ég alltaf að sjá betur og betur að Jóhann hefur rétt fyrir sér í uppeldismálum varðandi tennis og geðvonsku.
    
Hlýtur að vera leiðinlegt að spila fjarstýrt tennis...
15:27   Anonymous Nafnlaus 

Ég get nú ekki sagt að ég hafi mikla reynslu af barnauppeldi, enda yngsta barnið í mínum systkinahópi. Nú hefur bróðir minn tekið að fjölga sér og því líkur á að maður geti fengið smá æfingu næstu árin, amk að fá svona smjörþefinn af því hvernig krakkar vaxa úr grasi og upp í það að vaxa í glasi, en það verður nú ekki fyrr en á seinni hluta unglingsáranna sem það gerist.
15:58   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar