þriðjudagur, apríl 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Skoðanir
Ég hef verið að lesa og hlusta og sjá menn tala um ýmsa hluti og fór að velta fyrir mér hvað er frábært starf að geta skrifað í blöð, verið í útvarpi eða sjónvarpi og fá borgað fyrir það. Þá er ég að hugsa um fólkið sem skrifar sínar skoðanir, þ.e. mér finnst þetta, mér finnst hitt osfrv.
Ég hef verið að lesa og hlusta á merkikertið Hallgrím Helgason, en hann heldur að hann sé svo merkilegur og að hans skoðanir séu bestar og mestar. Alveg óþolandi að heyra í honum tala um að sér finnist þetta og þetta og aðrir séu nánast fífl að finnast annað.
Almennt finnst mér hann vera með léleg rök, yfirleitt eru rökin hans bara ég er Hallgrímur og þetta er mín skoðun.
Ég las t.d. grein eftir Guðmund Steingrímsson þar sem hann var að gagnrýna nýju umferðastofu auglýsingarnar (þessi með börnin og kjaftinn). Þar segist hann vera á móti þessu osfrv - allt gott og gilt því þó maður væri ósammála honum þá kemur hann amk með sína rökstudda skoðun og maður getur verið sammála eða ósammála henni.

En eins og margir vita þá hef ég nú ekki legið á mínum skoðunum í gegnum árin og væri nú aldeilis frábært að fá að rífast í útvarpi eða sjónvarpi og fá borgað fyrir það - já sumir fá betri vinnu en aðrir.
    
Mér finnst það nú bara ekki gott starf að fá borgað fyrir það að rífast á opinberum vettvangi og veit ég fyrir víst að allir aðrir eru á sömu skoðun og ég í þeim málunum.
17:08   Blogger Hjörleifur 

Nú, skil ég af hverju við rífumst alltaf þegar við erum saman - þér finnst það svo gaman ;-)
17:11   Blogger Joi 

Nei nei mér finnst bara gaman að rökræða hlutina þar til lausn finnst - sem stundum getur orðið erfitt :)
17:13   Blogger Árni Hr. 

Ég þakka nú bara Guði fyrir að þú fórst ekki í lögfræði
17:14   Blogger Hjörleifur 

Ég hef nú oft hugsað til þess hvort ég hefði átt að fara í lögfræðina - en ég held að maður hafi ávallt verið svolítið litaður af lögfræði USA, þ.e. verja eða sækja alla bófana í USA, en í raun ertu bara að henda gömlum konum út vegna þess að þau borga ekki osfrv.
17:16   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar