miðvikudagur, apríl 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Lok og læs
Ég ætlaði að vinna fram eftir í kvöld og stökk út á bensínstöð um 19.30 leitið til að fá mér pylsur tvær og þegar ég ætlaði að fara inn aftur virkaði ekki aðgangslykillinn minn að húsinu og ég fyrir utan með allar hendur fullar, á peysunni og inniskóm og ekki með símann á mér :( Ég fór því aftur inn á bensínstöð og hringdi í hjálparsveitina (Sonju) og lét ná í mig og tók mér því bara frí frá vinnu í kvöld og náði síðustu mínútunum á Chelski - Bayern.

Eins og glöggir lesendur hafa kannski séð þá hef ég verið að "laga" aðeins útlitið á blögginu og er orðinn nokkuð ánægður með það. Þetta eru allt frekar smávægilegar breytingar en ég hef hug á að breyta myndinni við tækifæri sem er efst á blögginu og spurning hvorn BjaKK fái að koma þarna inn ef hann verður duglegur að blögga ;)

Nóg í bili mfgas!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar