Um þarsíðustu helgi fórum við Sonja út með fyrirtækinu sem hún vinnur hjá (lögfræðistofa) til Danmerkur þar sem árshátíð stofunnar var haldin. Ég ætla að renna hratt yfir ferðasöguna því ég hef ekki mikinn tíma þessa dagana í svona vitleysu:
Fimmtudagur:Fórum út upp úr hádegi og vorum lent um 18 leitið í Danmörku. Þar tók rúta á móti okkur (alls
var þetta um 50 manns) og keyrði okkur á hótelið sem er nálagt miðbænum. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu fórum við niður í lobbí og drukkum þar einn bjór með fólkinu á meðan rætt var hvað skyldi gera. Við fórum ásamt 10 manna hópi á Grískan veitingastað sem var reyndar í slatta göngufæri. Þar vorum við nánast ein inni allt kvöldið en maturinn var mjög góður og allir ánægðir (ég fékk mér héra, ekki svikinn þó nema síður sé). Við vorum komin aftur upp á hótel um miðnætti og fórum þá bara að sofa.
Föstudagur:Sváfum út og vorum ekki komin á fætur fyrr en um hádegi enda höfum við verið að vinna mikið síðustu daga og frekar þreytt. Við fengum okkur smá morgunmat og fórum síðan út á Hovedbanegard og tókum þar lest til Malmö í Svíþjóð. Þegar þangað var komið keyptum við lestarmiða til Kristjandstadt en þangað var för okkar heitið. Þar sem það voru heilar 8 mínútur í lestina fórum við aðeins í bókabúð á lestarstöðinni og kíktum á blöð og keyptum eitt ljósmyndablað. Þegar við ætluðum að fara í lestina var hún ný farin (klukkan mín var tveimur mínútum of sein) og klukkutími í næstu lest. Víð fórum því í göngutúr um miðbæ Malmö og gerðum tilraun til að kaupa bjór á útiveitingahúsi en gáfumst upp eftir 10 mínútna bið og slepptum bjór. Hitinn þarna var ótrúlegur, líklegast um 10 stigum meira en í Köben og við vorum að leka niður. Við fórum síðan í lestina um 15 leitið. Þegar til Kristijanstadt var komið mæltum við okkur mót við Maríu frænku Sonju og síðan heimsóttum við Bertu, frænku Sonju en hún er 92 ára gömul. Þar ræddu þær þrjár saman á Sænsku og ég reyndi að vera gáfulegur á svipinn á meðan en eftir þessa heimsókn fórum við í eina búð og náðum að kaupa þar tvær gallabuxur á mig (Lee) fyrir lokun með hjálp Maríu og Andreas (unnusta Maríu). Við fórum
síðan í íbúð þeirra hjónakorna sem er í miðbænum og pöntuðum Pizzu og kínverskan mat í kvöldmatinn (ég og Sonja vorum ekki búin að borða neitt um daginn nema eina jógúrt í morgunmat og var klukkan orðin 19 þegar við loks borðuðum). Pizzan var með mexíkönsku sniði og ansi góð og stelpurnar fengu sér kínó. Við spjölluðum síðan þangað til við þurftum að halda heim á leið og tókum lestina kl. 21:15 og vorum komin upp á hótel heima kl. 23:30 og beint að sofa.
Laugardagur - Árshátíðardagurinn:Við vöknuðum fyrr þennan daginn og náðum morgunmat og héldum síðan niður á Strik og röltum þar í búðir og tjilluðum, eins og maður segir stundum. Aðalviðkomustaðurinn var H&M og þar keypt slatti af flíkum, m.a. nokkrir bolir á mig og eitthvað á Sonju. Sonja gaf mér slönguskinnsskó sem voru ansi nettir. Við hittum Guðjón, Tine og Emmu aðeins og fengum okkur snæðing með þeim og Guddi prófaði myndavélina okkar. Þá héldum við upp á hótel, með viðkomu í bjórbúð og höfðum okkur tilbúin fyrir kvöldið. Rútan fór frá hótelinu kl. 17:20 og var fyrri viðkomustaður stór lögfræðistofa sem er í samvinnu við Logos og eru þeir í nýju húsnæði sem var smíðað sér fyrir þá og hef ég sjaldan séð annað eins því engu var til sparað og ótrúlegt
hvað mikið var lagt í þetta hús. Allt nánst klætt í tré innandyra, allir með sér skrifstofur, ótrúlega flott á milli hæða o.s.frv. Þar voru 2-3 bjórar drukknir og haldið í Charlottelund um 19:30 þar sem árshátíðin fór fram. Það byrjaði ekki vel þar því starfsfólkið kom ekki hljómkerfinu í gang og því skemmtiatriðin í uppnámi og mér tókst ekki einu sinni að laga/tengja græjurnar. Sérfræðingur mætti á staðin um klukkustund síðar og var hann klukkustund að tengja þetta og koma projector upp í loftið en þeir höfðu ekki gengið frá málum eins og þeir voru búnir að lofa þegar verið var að skipuleggja árshátíðina. Kvöldið var samt skemmtilegt, góður matur, skemmtiatriði og góð stemming. Síðar um kvöldið var haldið á bar á neðri hæðinni og þar var ákveðið að fara á Litle Vega sem átti víst að vera góður staður að mati heimamanna. Þetta reyndist vera slappur staður, ekkert nema ungir choko-ar sem voru að leita að kellingum og slagsmálum og því hörfuðum við þaðan út eftir stutt stopp. Við kíktum því á Old English Pub við Vesterbrogade og vorum þar í um klukkutíma og vorum komin upp á hótel um 4 leitið.
Sunnudagur:Prinsessan var eitthvað slöpp og ég fór því út í innkaupaleiðangur og keypti fyrir hana kók og jógúrt og við tékkuðum okkur síðan út kl. 12:10. Við héldum næst á McDonals við Strikið og þar voru 2 á undan mér í röð og hef ég sjaldan fengið verri þjónustu, það tók um 40-50 mínútur að
fá þetta barnabox sem ég pantaði, og var ég orðinn ansi pirraður. Því næst röltum við í dýragarðinn sem var smá spölur og eyddum þar deginum en þetta er nokkuð skemmtilegur garður og gaman að prófa stóru linsuna þarna. Við eyddum nánast öllum deginum þarna, vorum ekki komin út fyrr en kl. 17.30 og tókum strætó niður í miðbæ og fórum á Indverska veitingastaðinn sem við vinnufélagarnir fórum á í vinnuferðinni í vetur. Þarna var mun styttri afgreiðslutími á mat en McDonalds og mjög góð þjónusta og matur, mæli með þessum stað (hann er á hliðargötu við Vesterbrogade ekki langt frá ráðhústorginu og auglýstur í öllum túristabæklingum). Því næst fórum víð í smá göngutúr og upp á hótel og þaðan rúta út á flugvöll en flugið var kl. 23 um kvöldið.
Fín ferð og skemmtileg og
hérna er hægt að skoða
myndir úr ferðinni:
Check it!