þriðjudagur, apríl 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Kvikmyndahátíð
Já ég sá mig tilneyddan til að skrifa stuttan pistil um þessa hátíð í ljósi glæsilegs bloggs frá honum HS.
Það vill svo til að ég er búinn að sjá 2 myndir líka og það vill svo til að ég er búinn að sjá sömu myndir og HS.
Þegar ég fór á hola í hjarta mínu þá vissi ég svo sem út á hvað þessi mynd gekk og hvers konar mynd þetta væri. En hvað er hægt að segja meira en það sem Hjölli sagði, ég veit það eiginlega ekki.
Þessi mynd sýnir okkur veruleika sem er til og margir vilja loka augum sínum fyrir - að sjálfsögðu er leikstjórinn viljandi að nota sjokktaktík í myndinni en það sem er verst í myndinni er þetta andlega ofbeldi.
Eitt dæmi sem mér fannst mjög magnað í myndinni var þegar gaurarnir gengu of langt í andlegu og líkamlegu ofbeldi við stelpuna þá gekk hún niðurbrotin og brjáluð. Fljótlega kom hún tilbaka þrátt fyrir að hafa setið undir andlegu og líkamlegu ofbeldi og eina sem hún segir er að heimurinn er svo ömurlegur að hún varð að koma tilbaka.
þetta sýnir okkur að þrátt fyrir andlega og líkamlega kúgun og ofbeldi þá var þetta eina sem hún þekkti og eini staðurinn sem henni leið "vel".

Já ég verð að segja það að þessi mynd var mjög góð og er ég sammála HS að þetta er alveg örugglega ekki fyrir alla, en ég las gagnrýni um þessa mynd í fréttablaðinu á sunnudaginn og fannst mér hann lýsa myndinni mjög vel, í raun svipað og HS.

Nú seinni myndin var allt annar pakki - það var bara gaman að sjá snillinginn Lloyd Kaufman í persónu og heyra hans sýn á þennan heim kvikmyndanna. Myndin var nú ekki það besta sem hefur komið frá Troma, en ágætis skemmtun, þarna er viljandi reynt að ganga svolítið fram af fólki og tekst það ágætlega svo sem. Þetta er bara klassa independent horror mynd.
Það segir margt um myndina að leikstjórinn í myndinn var blindur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar