sunnudagur, mars 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Tippfélag(ar) Hjörelifs Sveinbjörnssonar
Annar fundur tippfélagsins var haldinn í þynnku á laugardaginn kl. 11. Fundarstaður var Kaffivagninn og var hann vel til fundinn hjá Sigga. Frábært að sitja inni í reykingalykt og horfa út á fagurbláan sæinn í þessu góðviðri.
Það sem vakti athygli var skeleg fundarstjórn undirritaðs og stýrði hann þessum fundi af mikilli röggsemi og ákveðni. Ánni byrjaði fundinn með því að kvarta sárann yfir því hversu illa þetta var skipulagt en fundarstjóri svaraði öllum ásökunum af festu og var mál manna að skipulag hafi verið með ágætum.
Ákveðið var að notast við tæki og tól sem bjóðast í að hjálpa okkur við að krækja í þann stóra og ætla Pálmi og Siggi (aðalgagnrýnandi) að pæla í mismunandi kerfum og bestun á tippinu.
Menn ákváðu að félagið skyldi heita Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar, Tippafélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar, eða Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar og man ég ekki alveg hvort var ákveðið.
Ánni fékk mínusstig í kladdann fyrir niðurrifsstarfsemi en Hjölli fékk tvö plússtig fyrir áræðni í upplýsingaleit.
Ákveðið var að Hjölli muni útbúa excel skjal yfir allar greiðslur meðlima í klúbbinn til að auðvelda utanumhald og mun hann mæta með útprentun af því á alla fundi.

Vika     Fundarstaður     Mættir            Seðlar                                                                   Kostn.       Vinningur     #12#11#10Mest
11Heima hjá JóaÁ, H, J, PS-7-2-486 (10), S-7-2-486 (9), Ú-7-3-384 (7)13560 kr.1000 kr.  210
12KaffivagninnÁ, H, J, P, SS-5-5-288 (9)2880 kr.0 kr.   9
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar