Nú er Árni þreyttur i dag - erfið helgi búin að vera og ég er mjög þreyttur.
Á öðrum nótum þá reif ég fram hjólið í gær og hjólaði út í sundhöll hafnarfjarðar á herjólfsgötunni og uppgötvaði að þar var lokað þ.a. ég hjólaði í Suðurbæjarlaugina og hitt þar 2 vaska menn sem voru misþreytulegir (annar svipaður og ég). Þar var skellt sér í pott og gufu og heimsmálin rædd.
Hjólaði ég svo heim þar sem við skötuhjúin borðuðum gráðostapasta ala Erla og var það ljúffengt að vanda. Á leiðinni heim kíkti ég við á vídeóleigu og tók þar mynd sem heitir The Sin Eater. Þessi mynd er hörumuleg í alla staði og mæli ég alls alls ekki með henni, gef henni 2,5 af 10 mögulegum sem er frekar dapurt, eða * af ****. Þessi mynd var illa leikin, léleg handrit og bara í alla staði steikt og incoherent.
Ekki einu sinni Shannyn Sossymon náði að rífa þessa mynd upp úr bottom 25%.
Sofnaði ég svo vært um miðnætti og vaknaði þreyttur í morgun.
|