Hvernig er það, nennir enginn að blögga þessa dagana? Er eitthvað síðbúið janúarþunglyndi að plaga mannskapinn eða bara almen leti? Meira að segja nýji meðlimurinn sem átti að rífa upp blöggið er latur að blögga og lætur ekkert á sér bera. Ég vill minna hann á að hann er í prufufasa og síðan verður kosið um áframhaldandi þáttöku hans af öðrum slemburum þegar prufutímabilið er búið.
Annars er bara allt fínt að frétta af mér. Föstudagskvöldið fór í afslöppun og við horfðum á myndina Along came Polly. Ágætis mynd með hinum mikla snillingi Ben Stiller. Ég var svona hálf þunnur eftir vinnudjamm kvöldið áður, en þá fórum við út að borða á hinn ágæta stað Tapas bar, þar sem var borðað ýmislegt exótískt. Ég smellti mér síðan í salsa (síðasti tíminn) og tjúttaði þar í c.a. 1,5 klst og síðan skruppum við Sonja heim og skelltum okkur síðan á Glaumbar, þar sem var tjúttað með 5 öðrum stelpum og var ein af þeim salsakennarinn (dönsk stelpa).
Á laugardaginn var ég að vinna og kíkti síðan aðeins á Players á strákana og fékk mér borgara og Ánni hefur gert þessu kvöldi ágætis skil, en við skemmtum okkur bara nokkuð vel. Ég endaði síðan á að fara á Nonna báta og labbaði síðan heim og þá var Sonja komin heim og var í fastasvefni. Hún reyndist vera orðin nokkuð drukkin um kvöldið eftir að hafa borðað ótæpilega af jarðaberjum úr bolluskál í einhverjum drykkjuleik. Hún varð líka fyrir þvví að dópermanhundur gerði tilraunir til að nauðga henni og hún fór snemma heim. Ég keyrði hana síðan í vinnuna um morguninn og hjálpaði henni að þrífa seinnipartinn og var í mat hjá foreldrum Sonju um kvöldið.
Annars er fjandi mikið að gera í vinnu og jafnvel of mikið .... ef það er hægt.
Við Sonja erum farin að huga að fríi í sumar og spurning hvort við kíkjum til austur evrópu í maí í 4 vikur, en ég er samt ekki viss um að ég geti það vegna anna í vinnu.
Jæja, núna ætti Siggi að vera orðin ánægður. Later dutes!
|