Þá er árshátiðin afstaðinn og mínum nefndarstörfum í þeim málum þar með lokið. Þetta var alveg ágætlega vel heppnað, en í matinn var 5 rétta máltíð og fékk maður samt ábót á forréttinn og aðalréttinn svo það var alveg tryggt að maður borðaði yfir sig, enda voru allir alveg pakk saddir eftir þessa veislu. Þegar öllum skemmtiatriðum var lokið og allir búnir að borða (sem tók nú sinn tíma) var dansað undir leik hljómsveitarinnar Gammeldansk. Það voru viss vonbrigði því hljómsveitin KOS átti að spila, en söngkonan forfallaðist og því voru bara þessir tveir sem eftir voru í sveitinni eftir og kölluðu sig þá Gammeldansk. Þeir spiluðu svo eins og nafnið gefur til kynna, fyrir utan dönskuna, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt neitt á dönsku (enda ekki hægt að taka slíka áhættu, þar sem að mjög líklegt í svona stórum hópi að einhver sé með ofnæmi fyrir dönsku). En fólk dansaði nú bara samt og skemmti sér ágætlega (samt voru einhverjir að byðja um eitthvað nýrra en 30 ára, en varð ekki að ósk sinni). Eftir árshátíðina (þá var klukkan að verða 02:27 eða eitthvað svoleiðis) var haldið í bæinn. Þar sem að fólk gat ekki ákveðið sig hvert það vildi fara og sumir vildu ekki fara neitt nema á Kringlukránna þá splittaðist hópurinn upp í tvær einingar. 2 fóru á Kringlukránna og 6 hittust fyrir utan Grandarann. Þegar við komum þangað þá var það fyrsta sem ég sá slembararnir Jói og Árni.
Þar sem að í hópnum voru nokkrir einstaklingar sem vildu dansa doldið meira þá var ákveðið að fara ekki inn á Grandarann heldur 22. Áður en farið var inn á 22 var stoppað smá á Kaffi list og tók Jói mig í smá Salsa kennslu, en ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega móttækilegur nemandi í Salsa. Jói og Árni fóru svo að fá sér að borða og kvöddu mig.
Tónlistin var ekki að gera neitt sérstaka hluti þarna, enda vorum við ein á dansgólfinu. Við héldum því förinni áfram á 22. Þar hitti ég eina stelpu frá Sauðárkróki og virtist hún vera þar með kærustunni sinni sem var nokkuð þétt og öll í hringjum í andlitinu og eyrunum. Hélt reyndar að þetta væri strákur fyrst, en þegar hún opnaði munninn þá gat það eiginlega ekki passað. Svo komu Elín og Brynhilda og ein stelpa í viðbót sem ég man ekki hvað heitir og settust þær við þetta sama borð og hinar tvær stelpurnar. Ég kastaði bara smá kveðju og hélt upp á efri hæðir með glas í hönd.
Með örstuttu innliti á miðhæðinni (þar var næstum súrefnislaust og því var þetta bara örstutt) hélt ég áfram upp á 3 hæð. Þar sat einn meðlimur árshátíðarhópsins og var í einhverskonar fata og töskupössun fyrir restina af hópnum sem var á miðhæðinni að dansa. Ég settist niður hjá honum og rétt síðar hringdi síminn minn (bölvaður sé hann), en það var vinnan að hringja og var allt í veseni og náðist ekki í neinn nema mig og þetta endaði með klukkutíma símtali og þegar ég var loksins búinn að leysa málin í gegnum þennan síma þá voru bara 2 eftir fyrir utan mig og voru þau þá eiginlega á leiðinni út, en á leiðinni var spilað eitthvað lag sem var víst nauðsynlegt að dansa við svo við komum við á miðhæðinni og dönsuðum þar til klukkan var að verða 6, en þá lokar staðurinn.
Svo var bara haldið heim á leið og sofnaði ég vært mjög fljótlega.
Fékk nú ekki að sofa nema til hádegis því þá var hringt aftur úr vinnunni. Þar sem að ég var nú vaknaður og alveg óþunnur þá var ekkert annað í stöðunni en bara að nýta daginn og tók ég til heima hjá mér og setti í þvottavél og breytti smá í svefnherberginu, sótti svo bílinn um klukkan 21 og horfði svo á vídeó með Sindra og Ölmu.
En við tókum gæðamynd með Löru Croft í aðalhlutverki.
Í dag hef ég aftur á móti verið frekar þreyttur, en samt hefur ekki verið neinn tími til þess í vinnunni að vera neitt þreyttur svo ég verð bara að gera það seinna.
Jæja, best að fara að undirbúa sig fyrir tennisinn í kvöld.