Skemmtilegt að sjá íþróttafrétt í Íslandi í býtið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði Gaupi frá því að Skjár 1 væri búinn að tryggja sér enska boltann til þriggja ára og fréttin fjallaði í raun bara um það hvað þeir borguðu mikið og gaman að sjá hvað þeir reyna að láta líta út fyrir að þetta sé ekkert stórmál. Þetta er nánast dauðadómur yfir sýn, margir sem hafa hana bara fyrir enska boltann, t.d. ég. Ég mun alveg geta skroppið á pöbbalíng til að horfa á evrópuleikina og bara hætt með þessa stöð.
Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Skjár 1 ætlar að sinna þessu og hvort þeir stofni heila stöð í kringum þetta ... þeir verða jú einhvernvegin að fjármagna þennan hálfa milljarð sem Stöð 2 fullyrðir að þetta kosti með öllu.
|