mánudagur, mars 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja nú er Hjölli annaðhvort í röðinni að bíða eftir að Kringlan opni svo hann geti fengið miða (var nr. 3 í röðinni) eða hann er þegar búinn að kaupa miðana og á leiðinni í vinnuna.
Hvernig sem það fer þá eru miðar á Pixies og Kraftwerk í hús!!

Varðandi tippklúbbinn okkar þá er ég nú frekar ósáttur við mínusstigin sem ég fékk, þetta var engin niðurrifsstarfssemi heldur góð og gild gagnrýni. Þegar 2 af 5 vita ekki hvar þetta er nema að falast eftir því þá er þetta ekki mjög gott skipulag. Ef menn rýna vel þá sést að Sigurður stingur upp á Kaffivagninum (gott val - sammála JG því) en það er enginn sem staðfestir það almennilega og því var maður ekki viss og því þurfti maður að falast eftir upplýsingunum.

Líst vel á listann hjá JG, sýnir að slembarar eru yfirleitt á svipuðum nótum - enda do great minds think alike..


Annars heldur slysafaraldur minn áfram - í gær kíkti ég í sund, en rétt áður en stigið var í laugina náði ég að reka litlu tánna í horn og þar með er ég bara með 9 neglur á tánnum.
Nú haltra ég um eins og gamalmenni á göngum Delta og óvíst hvenær ég kemst í boltann aftur....

Já eitthvað er verið að láta mig borga - almættið heldur áfram að stríða mér, spurning hvort ég kaupi ekki plastkúlu sem ég klæði mig í á hverjum morgni svo ég slasi mig ekki.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar