sunnudagur, mars 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er kafarabúningurinn loksins kominn. Ég vaknaði eldsnemma í morgunn (um 9 leitið) og vakti svo Jóa klukkan hálf tíu og við keyrðum suður í Hafnarfjörð (kúplingsbarki slitnaði á bílnum mínum á föstudagskvöldið, viðgerð áætluð á morgunn, enda er bíllinn nauðsinlegur aukabúnaður fyrir köfunina). Þar hittum við Héðin kafara (sem ég keypti búninginn af) í höfuðstöðvum sínum hjá kafarinn.is. Inni hjá honum var allt fullt af allskonar græjum sem hann var búinn að dreifa út um allt. Svo var hafist handa við að týna til það sem ég átti. Svo mátaði ég að sjálfsögðu gallann og græjaði mig smá upp bara svona til að prófa. Fann strax mun á þessum galla og þeim sem ég hef verið að nota hingað til. En þessi er þrengri í hálsinn og um úlnliðina. Semsagt nú er ég tilbúinn í slaginn. Í dag er ég svo bara búinn að eyða deginum í að skoða þetta allt betur (horfði að vísu á einn fótboltaleik líka í millitíðinni á Players með Árna og Jóa).

Svo er ég núna líka búinn að skila skattskýrslunni ligga ligga lá.

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar