mánudagur, mars 08, 2004 Joi |
09:20
|
Shattered Glass ***
Við Sonja horfðum á myndina Shattered Glass í gærkvöldi sem er sannsöguleg og fjallar um fjölmiðlahneyksli sem átti sér stað fyrir ekki svo löngu síðan. Ég ver að segja að þetta er bara mjög góð mynd og held ég að ég verði að gefa henni 3 drullukökur af fjórum. Það sem vakti athygli mína við þessa mynd er að hún lætur mjög lítið yfir sér, ætli þetta sé ekki kallað lo-fi eða eitthvað slíkt. Það er enginn koss í myndinni, ekkert spennuatriði, ekkert fyndið atriði og myndin svona líður áfram þangað til hún er búinn og maður áttar sig á því að hún hélt athyglinni nokkuð vel allan tímann. Ég mæli með henni en sumir (segjum engin nöfn) myndu líklega segja að hún sé mjög hæg. Þetta er a.m.k. öðruvísi mynd og ég var nokkuð ánægður eins og áður hefur komið fram.
|