miðvikudagur, mars 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Vann Jóa í tennis á mánudagskvöldið 6-1 og 6-2. Það var eitthvað dularfullt við þetta því ég hafði aðeins sofið frá rúmlega 3 til tæplega 6 um nóttina og var því drullusyfjaður. Ég spilaði semsagt alls ekki vel, en Jói átti sína verstu framsitöðu síðan í langan tíma og sló boltann hvað eftir annað yfir völlinn eða beint í netið, svo eiginlega þá var það meira Jói sem tapaði frekar en að ég hafi unnið.

En hvað um það, ég er bara að bíða eftir kafarabúningnumnumnum og er búinn að vera að telja niður og er kominn niður í -234523, en ég veit ekki alveg hver tilgangurinn er með þessari niðurtalningu, því hún tengist ekki neinu. Annars er ég búinn að setja á stefnuskrána að fá mér tölvu, kafaratölvu, myndavél og hús utan um myndavélina og ætla að réttlæta þetta allt fyrir sjálfum mér með því að telja mér trú um að þetta séu allt nauðsynlegir hlutir fyrir köfunina og í rauninni bara hluti af kafarabúningnum.

Annars þá fór ég í Álftarmýrarskóla í dag og var með klukkutíma fyrirlestur fyrir 2 bekki í matsalnum um jarðskjálfta og eldgos og voru þau öll mjög áhugasöm og spurðu mikið, enda áhugavert efni og skemmtilegur fyrirlesari.

Jæja, nú hef ég bloggað eins og vindurinn og ætla að koma mér heim til Jóa og horfa á Chelsky - Arsenill og borða pizzu.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar