laugardagur, mars 27, 2004 Joi |
18:11
|
Lög og reglugerðir Tippfélags Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Reykjavík 24. mars 2004
1.gr
Klúbburinn er félag með enga kennitölu. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Klúbburinn heitir Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Vikugjald klúbbsins eru 500 kr. og skal greiða þetta gjald á þeim tíma ársins sem ákveðið er að klúbburinn er virkur í tippinu. Það skal ákveðið hvenær virkt tipptímabil er á vikulegum fundi.
2.gr
Klúbburinn hefur það að markmiði að gera meðlimi að milljónarmæringum og auka tækni og þekkingu í tippfræðum í heiminum í dag.
3.gr
Klúbburinn hefur með sér yfirstjórn er kallast Tippráð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar eða TTHS. Ráðið skal skipað stofnfélögum klúbbsins.
Þeir eru Jóhann Guðbjargarson (formaður) kt. 220772-2929, Hjörleifur Sveinbjörnsson (sérlegur aðstoðarmaður formanns, gjaldkeri og ritari) kt. 060871-4349, Árni Hrannar Haraldsson kt. 171072-2989 (sérlegur sérfræðingur um enska boltann), Pálmi Pétursson (tölfræði- og fjarskiptafulltrúi) kt. 300872-5659 og Sigurður Óli Gestsson 260472-5859 (tölfræði og bestunarpælingar). Ráðið fer með alla stjórnun klúbbsins, hvað varðar lög og reglur, inntöku nýrra félaga, fundarhöld og atburði á vegum klúbbsins. Svo og skal ráðið heimilt að refsa meðlimum gerist þeir sekir um brot á lögum klúbbsins eða gangast upp með dólgslæti á fundum og öðrum samkomum klúbbsins. Skal þá refsing fara eftir ákvörðun Tippráðs sé refsing ekki tilgreind í lögum. Tippráð fer einnig með ritstjórn á tilkynningum á tilkynningasíðu klúbbsins www.gudbjargarson.blogspot.com.
Öldungaráð er skipað Hjörleifi Sveinbjörnssyni og Jóhanni Guðbjargarsyni og fara þeir með æðstu völd og úrskurða um ágreinings- og deilumál innan hópsins. Þeir hafa einnig völd sem eru Tippráði æðri og hafa þeir fullt og óskorðað ákvörðunar- og neitunarvald.
4.gr
Inntökuskilyrði eru ákvörðuð af Tippráði sem tekur tillit til allra umsókna. Meðlimir verða þó að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Meðlimir skulu hafa unun af knattspyrnu og áfengi. Hvort sem varðar spilun eða áhorf á knattspyrnu. Um skilgreiningu á áfengi vísast í 2. grein laga nr. 75 frá 1998 um áfengismál.
b. Umsækjendur skulu óska eftir inngöngu í klúbbinn í viðurvist a.m.k. tveggja meðlima Tippráðs.
c. Meðlimir skulu ekki vera bindindismenn, þ.e. drekka áfengi í óhóflegu hófi eða alls ekki.
5.gr
Gerist menn sekir um eitthvað af eftirfarandi brotum skulu menn hljóta viðeigandi refsingu.
a. Ef menn greiða ekki félagsgjöld reglulega skulu þeir áminntir. Reynist áminningu ekki sinnt skal viðkomandi rekinn úr klúbbnum.
b. Formanni skal skilyrðislaust sýnt tilheyrileg virðing á fundum og eru frammíköll og dólgslæti ekki æskileg.
c. Meðlimir skulu mæta á fundi ef þeir mögulega geta, nema rökstudd ástæða er tilgreind í tíma. Ef meðlimur gerist ítrekað brotlegur við þessu mætingarákvæði skal hann gerður brotrækur.
d. Ef gjaldkeri kaupir ekki samþykkta seðla skal hann fá harða áminningu og skal greiða úr eigin vasa næsta seðil. Ef slíkt gerist aftur skal viðkomandi gerður brotrækur..
e. Ef gjaldkeri borgar ekki út stærri vinning til félagsmanna skal hann áminntur. Ef þetta gerist ítrekað skal viðkomandi rekinn úr klúbbnum.
6.gr
Tippráð er heimilt að víta félaga sverti þeir nafn Tippklúbbsins eða sýni félagsskapnum ekki tilhlýðilega virðingu. Hljóti meðlimur vítur oftar en þrisvar skal hann brotrækur gjör úr félaginu..
7.gr
Yfirráð skal skipuleggja samkomur klúbbsins. Fundað skal vikulega, helst á laugardegi eða seinni part viku.
8.gr
Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar útleggst á ensku "Hingallower Boybearsons dicky friends".
9.gr
Gjaldkeri skal viðhalda þar til gerðu excelskjali þar sem tekið er saman allar greiðslur félagsmanna, útborgaðir vinningar og annað sem snýr að fjárhagi félagsins. Þetta skal hann prenta út fyrir hvern fund og kynna á fundinum. Einnig skal gjaldkeri ábyrgur fyrir því að útkoma tippsins í hverri viku sé færð inn í þar til gert skjal til að hægt sé að meta frammistöðu klúbbsins.
10.gr.
Útnefna skal einn meðlim klúbbsins sem sér um að koma með þau gögn sem nauðsynleg eru á fundi, svosem stöðu í deild, seðil vikunnar, síðustu leiki o.s.frv.
11.gr.
Meirihluti skal ráða þegar deilt er um ákveðin atriði á tippseðli, svosem tákn, kerfi, upphæð o.s.frv.
12.gr.
Finnist öðrum félögum einstaka meðlimur ekki sinna klúbbnum sem skyldi skal áminna hann og ítrekað sinnubrot skal leiða til brottvísunar.
13.gr
Ársátíðir Tippfélaga Hjörleifs Sveinbjörnssonar skal haldin a.m.k. einu sinni á ári, og fer yfirráð með skipulagningu á viðburðinum. Tippráð fer með framkvæmd og stjórn þessar hátíðar skv 3. grein. Á árshátíðum er farið yfir starfsemi ársins, gerð grein fyrir nýjum félögum sem teknir hafa verið inn frá seinustu hátíð og margt fleira. Almenn drykkja á meðan dagskrá stendur yfir og að henni lokinni.
14.gr
Ef vinningur nemur minna en 1000 kr. á haus skal hann ekki borgaður út heldur leggjast í tippsjóðinn. Ef vinningur reynist stærri skal hann skiptast í heild sinni niður á félaga.
15.gr
Tippfélagar sem hafa greitt í sjóð fyrir kaupum á seðli skulu fá hluta af vinningsupphæð. Ef þeir hafa ekki greitt en láta einhvern í tippráði vita, skal gerð undantekning og viðkomandi fær hluta af ágóða.
16.gr
Ef vinningur fer yfir 20 milljónir skal kaupa bíl og hann merktur með áletruninni Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar og munu meðlimir skiptast á með að hafa aðgang á bílnum. Bílinn verður þó um helgar fyrir utan aðalstöðvar Tippklúbbsins. Eins skulu keyptir samstæðir samfestingar á alla meðlimi sem verða merktir klúbbnum og gullkeðjur.
17.gr
Lög þessi eru í sífelldri endurskoðun og þeim má Tippráð breyta á lagabreytingafundum sem haldnir eru þegar Tippráði svo sýnist, eða á reglulegum fundum.
|