Þegar ég var úti keypti ég mér þrjá geisladiska:
 KMFDM featuring Pig - Sturm & Drang Tour 2002:  Þetta er náttúrulega hrein snilld, þvílíkur kraftur, taktur og bara fullkomnun.  Þessi hljómsveit er eitt af því allra besta sem ég set á phoninn, algjör snilld.  Fyrsta live plata þeirra síðan byrjun, góð blanda af techno, industrial og rokki.  Toppurinn er snilldar útgáfa af Nancys Sinatra lagi Boots.
 Pitcshifter - Bootlegged and remixed:  Tvöfaldur diskur þar sem annar er live diskur og hitt er remix diskur.  Eftir að hafa rennt honum í gegn þá verð ég að segja að remix diskurinn er eiginlega skemmtilegri þar sem mjög skemmtilegar trance og drum and base útgáfur eru á industrial rokki.
 Dkay.com - Deacaydenz:  Fann þetta af algerri tilviljun, þetta er afsprengi af Die Krupps þýskri metal-industrial rokkgrúppu, þetta er diskur frá 2000 en ég finn ekkert um hann á netinu þar sem bara er talað um nýjasta diskinn frá honum Jurgen Engler en hann er frá 2003 og pantaði ég hann úti í DK og ætlaði systir mín og svo bróðir minn að geyma hann fyrir mig í bili.
 Þetta er það sem er á phoninum í dag og er ég nokkuð sáttur við þetta - enda keypti ég líka DVD útgáfuna af KMFDM sem er að sjálfsögðu snilld.  Sumir vilja meina að ég sé fastur í fortíðinni í tónlist en ég bendi nú á að þetta er nú allt diskar frá nýjustu öldinni og er industrial rokk eitt af því framsæknasta sem ég hlusta á þar sem hún breytist með hverju árinu.  
	 |