Við Hjölli mættum sem svo oft áður tveir í tennis í gær ... Ánni er veikur en Pálmi lét engan vita og mætti ekki, en við erum svosem löngu hættir að gera ráð fyrir honum.  Ég var í feiknaformi í gær og vann fyrri leikinn 6-1 og það var jafnt í seinni leiknum 4-4.  Þessir síðustu 8 leikir voru helvíti skemmtilegir, mikil hlaup og boltinn gekk vel á milli okkar og með því betra sem við höfum sýnt.   Ég vill meina að íþróttakvöldmaturinn minn í gær sé ástæðan fyrir því hversu miklu betur ég stóð mig núna en í síðustu viku þegar Hjölli rúllaði yfir mig.  Svona var þessi fullkomna kvöldmáltíð (skiptist í raun í tvo hluta):
 Kl. 17:20 - Pylsa með tómatsósu, steiktum og sinnepssósu, kók og stór freyjudraumur.
 Kl. 20:10 - 4 Oreo kexkökur með mjólk.
 Annars er bara allt gott að frétta.  Mikið að gera í vinnunni og við Sonja stefnum á að fara til austur evrópu c.a. 7 maí.  
	 |