miðvikudagur, mars 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Púff púff púff. Búinn að vera skríðandi á gólfinu í næstum 3 klukkutíma við að reyna að breyta einhverju tölvudrasli sem var svo ekkert að virka almennilega. Sleppti meiraðsegja kaffitímanum eftir hádegi og það voru vöfflur með rjóma. Svo endaði þetta allt vesen með því að ég breytti þessu til baka svona næstum því eins og þetta var. Nenni ekkert að útlista það neitt nánar, enda bara þreyta og leiðindi. Semsagt eftir hádegisvinnan fór eiginlega bara til einskis og ég missti af vöfflunum.

Nú er ég búinn að borga kafarabúninginn og verður hann tilbúinn í næstu viku, en þar sem að pönntunin var svo stór (yfir 200 kg.) þá verður hann sendur með skipi (frá Svíþjóð) og kemur væntanlega eftir 2 vikur. Þ.a. þarþarnæstu helgi ætti ég að geta skellt mér út í sjó eða vatn eða eitthvað í mínum búningi.

Er hrikalega andlaus eftir þetta tölvutengingarvesen í dag og langar bara til að fara heim og fá mér eitthvað að borða og leggja mig aðeins fyrir boltann og hugsa um einhver góð leikkerfi til að nota í boltanum í kvöld.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar