Jæja þá er kominn tími fyrir eitt blogg, við tökum þetta í öfugri tímaröð núna.
Helgin byrjaði þannig að ég bauð strákunum heim í DVD áhorf, horft var á myndina The Big Bus og mun nánari útlistun á myndinni frá hverjum og einum koma fram á kvikmyndaklúbbsíðu okkar (verður auglýst seinna). Þetta var ágætiskvöld, rólegt og gott. Á laugardeginum fór ég í vinnuna og var þar fram til 12.30, fór ég þá að hitta Jóa og Hjölla í hádegismat og leik á Players. Ágætis leikur svo sem, fínn borgari og fínn bjórinn, síðan var haldið aftur í vinnunna og var ég þar til um fimm en þá fór ég sund og var þar í rúma klst og hitti þar félaga minn úr vinnunni og spjallaði aðeins. Um kvöldið var farið í heimsókn til Jóa og American Splendor sett í tækið - eðal mynd en hún mun einnig koma fram á klúbbsíðu okkar.
Yfirleitt þegar ég fer í sund fer ég einn, bæði vegna þess að ekki margir nenna að fara í sund eða búa of langt frá mér til að nenna því, en einnig vegna þess að stundum er gott að mæta einn í gufu, pottinn og sitja þar í sínum eigin þankagangi eftir erfiða vinnuviku. Þá er ég kominn að seinni parti bloggsins, en það er vinnuvikan.
Þetta var ansi erfið vinnuvika, ég er að drukkna í vinnu þessa dagana og geri lítið annað en að vinna og vinna. Ekki það að þetta er neikvætt, nóg að gera, skemmtileg verkefni osfrv en maður verður samt stundum þreyttur eftir svona viku. En mér skilst að ég sé ekki eini sem er á kafi í vinnu, Hjölli og Jói eru líka á fullu þannig amk leiðist okkur ekki. Í mars mánuði stefni ég á að klára af mér starfsmannaviðtöl í deildinni minni, eitthvað sem ég hef svo sem ekki verið nógu duglegur að vinna í. Mér skildist að fleiri slembarar hafi verið að vinna í sínum málum með starfsmannaviðtölum.
Í gær var keyptur seðill upp á 6000 kr í tippþjónustu og skilaði að ég held 0 kr - frekar dapurt það.
Þegar ég les yfir þetta aftur þá sé ég að þetta er hundleiðinlegt blogg - biðst afsökunar á því en læt það flakka.
|