þriðjudagur, mars 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Í gær kom iðnaðarmaðurinn upp í mér, fórum og keyptum svona stand undir sjónvarp sem maður hengir á vegg. Við ákváðum að rýma aðeins til í eldhúsinu og breyta aðeins til, við hentum upp á vegg sjónvarpinu og færðum örbylgjuöfninn og bjuggum til meira rými á borðunum.

En það er aðeins byrjunin því að þegar ég ákvað að henda þessu upp á vegg þá þurfti ég að byrja á því að fá almennilegan bor lánaðan frá tengdó. Nú þegar allt lá fyrir var byrjað að mæla, ekkert hallamál var á staðnum og því var notast við augað, sett voru 8 strik á vegginn þar sem ég ætlaði að bora. Nú þegar ég byrjaði að bora þá fékk ég lítið áfall, allt í einu fann ég að ég var kominn í gegn, ég sem hélt að þetta væri gegnheill veggur fann að ég hafði rúllað bornum alla leið í steinull.

Ég panickaði að sjálfsögðu og konan hringdi í tengdó sem staðfesti að þetta væri allt í lagi og því gat ég haldið áfram. Nú eftir miklar pælingar, mælingar og svo borun þá komst þetta upp á vegg og lítur bara glæsilega út.

Þó ég sé ekki mikill iðnaðarmaður í mér þá gat ég farið að sofa sáttur eftir svona verkefni þar sem ég er nú yfirleitt ekki mjög duglegur.
Áður en ég hélt til svefns horfði ég á American Wedding (nr. 3 í Pie seríunni). Helvíti fín mynd, mæli með henn þar sem þetta er fín skemmtun og gef ég henni *** af ****.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar