mánudagur, mars 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Fór í heimsókn til mömmu og pabba í gær og hugðist m.a. að gera við vinnukonurnar á bílnum. Það átti nú að vera létt verk og var því ekkert að stressa mig á að byrja á því fyrr en ég var búinn að horfa á myndina "Í skóm drekans", en þá var klukkan að verða 10. Þetta reyndinst svo vera aðeins meira mál heldur en ég hélt í fyrstu og vorum við pabbi að þessu til klukkan 2:30 um nóttina. Þegar ég kom heim þá styllti ég vekjaraklukkuna á 05:50 því ég ætlaði ekki að verða of seinn í röðina til að kaupa miða á Kraftwerk og Pixies. Ég keyrði sem leið lá í Hallarmúlann þar sem að ég hafði heyrt að Penninn seldi miða á tónleikana, en þar ver ekki nokkur sála og ekkert benti til þess að þar væri miðasala á eitt né neitt. Ég keyrði því næst niður á Laugarveg þar sem að voru nokkrar hræður hoppandi fyrir utan og nokkrar lágu á gangstéttinni með efnislitlar ábreiður yfir sér og eitthvað af nesti og virtust hafa gist þarna um nóttina. Þar með var orðið nokkuð ljóst að ekki yrði brjáluð traffík á þetta svo ég fór því næst í 10-11 í Lágmúlanum og keypti mér samloku og 2 kókómjólk. Þá hringdi Árni í mig og benti mér á að kíkja í Smárann eða Kringluna og ég brunaði því bara í Smárann, enda yfirleitt minna að gera þar. Ég var eini maðurinn á svæðinu og var ekki búið að opna verslunarmiðstöðina þegar ég kom en klukkan var þá um 07:20 og var ég því nú búinn að vera í c.a. klukkutima að leita mér að almennilegri röð. Smárinn var svo opnaður klukkan 07:30 og ég rétt nýbúinn með samlokuna og aðra kókómjólkina. Einhverjir 2 strákar komu þá og vorum við þeir einu sem voru þarna, en enginn vissi samt hvenær miðasalan byrjaði. Þar sem að það stóð að verslanir í smáranum opnuðu klukkna 11 þá tók ég mér bíltúr í Kringluna því þar opna búðir klukkan 10. Þegar ég kom þangað þá sátu þar 2 stelpur á gólfinu fyrir framan Skífuna. Nokkrir aðrir komu á sama tíma og ég (m.a. þessir 2 úr Smáranum). Í það heila voru svo ca 30 manns í röðinni (þessar tvær fyrstu voru einu stelpurnar, en þær voru búnar að hugsa um þetta síðan í gærkvöldi hvernig þær ættu að skipta liði ef til þess kæmi og bjuggust við röð einhver út í langtíbortistan). Miðasalan hófst svo klukkan 9 og klukkan 5 mínútur yfir 9 var ég búinn að kaupa 6 miða á Kraftwerk og 6 miða á Pixies.
Eða í stuttu máli: miðar komnir í hús á Krafwerk og Pixies.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar