þriðjudagur, september 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Það hefur nú fengist staðfest að 1. seríu af "Nágrönnum" er lokið og hefur hún hlotið nafnið "Nágrannar í ræsinu". Þátttakendur í þessu raunveruleikablöggi eru fluttir út í bláinn og líkur eru á því að það muni aldrei neinn koma í staðinn í þessa íbúð, þar sem að hugsanlegur kaupandi ætlar að breyta þessu í bílskúr, þ.e. stækka bílskúrinn sinn, en hann er sambyggður þessu húsi.

Það verður nú að segjast að ýmislegt hefur borið á góma hjá þeim frá áramótum, en þá hófust sýningar á þessari seríu. Margar sögupersónur hafa komið við sögu. Gifting og hjónaerjur, nekt, fyllerý og dóp. En einnig féll ein persóna úr sögunni með sorglegum hætti og blessuð sé minning hennar.

Það bendir þó allt til þess að 2. sería fari af stað nú með haustinu, en það eru ekki sömu nágrannarnir, heldur færum við okkur á annað svið: "Nágrannar í háskóla". Hvað það mun hafa í för með sér veit enginn og getur tíminn aðeins leitt það í ljós. Nú er verið að smíða sviðið, sem er bílskúrinn og verið að innrétta hann fyrir leikarana og breyta í litla íbúð og gengur það ljómandi vel.
    
Ja, það verður erfitt að fylgja eftir 1. seríu og spurning hvað þú blöggar um núna þegar þessir nágrannar eru farnir. Spurning hvort 2. sería fjalli um það þegar fallast ástir með miðaldra jarðfræðingi og háskólastúlku sem býr í bílskúr ... það væri áhugavert.
11:34   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar