Verð á myndavél
Neytendahorn Slembibullara gerði smá óháða könnun á því hvað kostar að kaupa myndavélar á hinum ýmsu stöðum þegar maður býr á Íslandi. Við könnuðum verð á því að kaupa Canon EOS-300D á eftirfarandi máta:
- Pantað hjá B&H í USA sem er ein virtasta ljósmyndaverslun þar.
- Ef pantað er í USA og sent eitthvert og hann beðinn um að taka dótið úr kassanum og taka með til Íslands.
- Keypt í Bretlandi og flutt inn á sama hátt (fáum VSK endurgreiddan sem er c.a. 14%).
- Úr Fríhöfninni fyrir VSK (reiknaði reyndar ekki 24,5% vsk inn í það verð en ég held að það verði að greiða það á dýrari hlutum þannig að þessi hlutur er jafn dýr þar og úr búð).
- Út úr búð á Íslandi (sama verð hjá Nýherja og Tölvulistanum).
- Keypt í gegnum ShopUSA.is sem tekur að sér að flytja vöruna frá USA og sjá um að greiða allan kostnað.
Hafa verður í huga að ábyrgð á vörunni er mismunandi og væntanlega best á Íslandi, næstbest í UK (væntanlega er varan með evrópska ábyrgð) og lélegust í USA því vörur keyptar þar eru bara með ábyrgð þar þannig að maður þyrfti að láta gera við hérna á sinn kostnað eða koma til USA með tilheyrandi veseni.
Ég gerði líka ráð fyrir að það þyrfti að greiða 24,5% vsk þegar maður fær vöruna í pósti en ég held að það sé enginn tollur á myndavélum. Ég lagði samt 10% ofaná verðið í pósti því það má alveg búast við einhverjum kostnaði.
Útkoman úr þessari könnun er sú að það er dýrast að kaupa vöruna út úr búð hérna en þar kostar hún tæplega 125þ krónur. Ódýrast er að kaupa í USA og fá einhvern til að taka með sér en þannig ætti hún að fást á c.a. 64þ krónur. Þetta er nokkuð sláandi munur verð ég að segja.
Hér að neðan má sjá væntanlegt heildarverð á hinum ýmsu aðferðum við kaupin og vona ég að ég fari með rétt mál í kostnaði sem hlýst að þessu.
Hérna er síðan tölulegar upplýsingar á verðum og kostnaði:
| Verð | Flutningur | VSK | Samtals | USA - póstur | 63.360 | 6.336 | 17.076 | 95.449 | USA - keypt úti | 63.360 |
|
| 63.360 | UK - Keypt úti (VSK endurgr.) | 89.570 |
| -8.957 | 80.613 | Ísland - Fríhöfn | 99.900 |
|
| 99.900 | Ísland - Búð | 124.900 |
|
| 124.900 | ShopUSA.is | 65.335 | 18.559 | 20414 | 104.308 |
UPPFÆRT:
Ég talaði við Nýherja og þeir segja að Canon vél sem keypt er í Evrópu sé í ábyrgð hjá þeim ef maður framvísar ábyrgðaskírteini.
|
Ja, ég ætlaði nú ekki að hafa þennan pistil mjög fyndin eða skemmtilegan heldur fróðlegan. En þegar ég spái í því þá er hann bæði hnyttnari og fyndnari en pistilinn þinn frá New York hvað sem það segir okkur.
09:38 Joi
Þetta er magnað neytendahorn (*)(*)(*)(*)(*)
09:40
Ég átti síðustu athugasemd => Hlynur
09:46
"við könnuðum verð ..." "við" = Jóhann + Guðbjargarson?
En jú, ótrúlega skemmtilegur pistill, sama hvort maður er á leiðinni að kaupa sér myndavél eða ekki ...
09:48 Burkni
UK kosturinn hljómar nú ekki vitlaust - ódýrara en á íslandi en dýrara en í USA. En ef ábyrgðin myndi dekkast þá gæti það fljótt borgað sig að vera ekki að taka of mikla sénsa með USA.
12:22 Árni Hr.
|
|