Ljós
Er að spá í að skrá mig á þessar tvær síður þegar ég kem frá útlöndum, en það kostar ekki nema $25 dollara á ári fyrir báðar og þeir sem hafa mikinn áhuga á ljósmyndum virðast flestir vera skráðar á þessar síður:
dpchallange.com
Þessi síða heldur c.a. tvær keppnir í viku þar sem ákveðið þema er í gangi og meðlimir geta sent inn myndir sem aðrir meðlimur síðan gefa einkunnir og þær þrjár sem hafa þá hæstu vinna viðkomandi keppni. Mjög skemmtilegt held ég að taka þátt í þessu öðru hvoru.
dpcprints.com
Á þessari síðu er hægt að setja inn myndir sem aðrir geta síðan keypt útprentun af og maður fær þá c.a. helming í sinn vasa en þeir sem reka síðuna fá hinn helminginn. Ég hef nú enga sérstaka trú á þessu en maður fær aðgang að þessu með því að skrá sig á dpchallange.
Við Sonja ætlum að panta okkur tvær linsur frá USA og síðan verður vélin sjálf keypt í október. Þetta eru bæði L linsur frá Canon sem er það besta sem gerist í heiminum og þessar tvær þykja báðar mjög öflugar og a.m.k. þykir bestu kaupin í þessu. Hérna eru myndir af þeim:
Canon EF 35mm f/1.4L USM
Canon EF 17-40mm f/4L USM
|