Þetta er mitt 1000. blögg og spurning hvernig maður á að halda það hátíðlegt? Við byrjuðum að blögga fyrir tæplega tveimur árum síðan (2 ár í nóvember) og það verður ómetanlegt eftir nokkur ár að skoða þetta því þetta er söguleg heimild um mann sjálfan. Blöggið stendur frekar höllum fæti hjá okkur félögunum þessa dagana og vikurnar því sumir okkar virðast ekki nenna þessu lengur og því spurning hvað við höldum þetta lengi út. Aðrir blöggarar hafa blöggað þetta oft: Pálmi (399), Hjölli (340), Árni (272), BjaKK (29).
|