miðvikudagur, september 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Pistill
Jæja, þá er komið að pistli Sigga frá Ameríku.
_________________

Fyrirheitnalandið

Jæja þá er komið að stuttri lýsingu af ferð minni til Nýju Jórvíkur.
Eftir að ég gifti mig 19. ág. Síðastliðinn var haldið til Ameríku
daginn eftir. Ég var með nýbakaðri eiginkonu minni en Jóhann
Guðbjargarson var víðs fjarri sem og í brúðkaupinu sjálfu þar sem
honum var ekki boðið. Við lögðum af stað frá kef um klukkan 16.40 og
tók flugið skv. Minni klukku 5,5 klukkustundir samt var klukkan bara
18:10 þegar við lentum, búinn að vera spökelara þessu með tíma en enn
ekki fengið neinn botn í málið. Ég var að spá í hvort Jóhann
Guðbjargarson gæti skýrt þetta með tíman aðeins út fyrir mér. Á
leiðinni til Ameríku bar ýmislegt fyrir sjónir og ber þar fyrst að
nefna Grænland sem ég hef ekki enn afrekað að koma til. En fyrir
áhugasama lesendur þá fer ég hins vegar til Færeyja um miðjan Október
en ég mun gera þeirri ferð ítarleg skil í pistil sem kemur í kjölfar
þeirrar ferðar.
Nú þegar ég mætti til NY tók vinalegir tollverðir á móti mér og spurðu
hvern andskotan ég væri að gera til landsins, ég sagði bisness and
plesjör sör og tók félagin mig trúanlegan og var okkur hleypt í gegn.
Við mættum svo á hótelið sem var á Time Squere og skammaðist maður sín
hálfvegis fyrir að vera hálfgerður lubbi í stórboginni og hefði manni
kannski þótt eðlilegra að alþjólegur caballero eins og Jóhann
Guðbjargarson hefð verið að mangla meðal innfæddra heimsborgarana í
stað mín. Nú ég var ásamt spúsu minni í borginni í rúma viku og fór
víða meðal annars upp í Empire State og er það með komin í hóp manna
eins og King Kong og Humprey Bogart og fleirri góðra manna. Einnig
forum við á Ground Zero, það kalla þeir í dag grunn World Trade
Center. Merkilegt hvað ameríkönum tekst að búa til töff nöfn yfir
allt En þar er einmitt verið að undirbúa byggingu á hæstu byggingu
heims, sem á að vera 1776 fet tæpum 150 fetum hærri en sú hæsta í dag.
Kynhverfur þjónn sem við ræddum við á siglingu í kringum Manhattan
hélt því fram hæð byggingarinnar væri hreint aukaatriði og hefði hún eins
getað verið nokkrar hæðir heldur snérist þetta allt um að árið 1776
væri árið sem Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði og því heilög tala fyrir
þeim. Svo fór ég líka í harlem og vorum við Alda eina hvíta fólkið á
svæðinu. Ég reyndi bara að akta eins og negri og varð ekki fyrir
neinu aðkasti, Fólkið í Harlem er með því vinalegra sem ég hef hitt
um dagana þrátt fyrir að allir ameríkanar sem við hittum og sögðum af
ferðum okkur spyrðu hvort við værum snargalaninn að fara þarna ein
okkar liðs. Nú Alda hafði gefið mér þyrluferð yfir NY í morgungjöf og
skellti ég mér í þyrluna og var það mikið upplifelsi sá þarna
Manhattan í allri sinni dýrð með augum fuglsins eins og segir í
auglýsingum frá þyrlufyrirtækinu.

Jæja læt þetta duga í bili
    
Þyrluferðin hljómar vel en annars er þetta lélegur pistill hjá þér Sigurður minn!
19:03   Blogger Joi 

Það er ekki hægt!
23:48   Blogger Joi 

Góð byrjun. En hvar eru Indjánarnir og kúrekarnir? Og hvernig endaði þyrluferðin. Og hvernig sluppuð þið úr Harlem?
11:46   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar