Video
Við Hjölli skelltum okkur á videoleigu í gær og ég nennti eiginlega bara að sjá mynd um Beirut eða Beib Ruth en við enduðum samt á því að taka Borne Identity sem var nokkuð góð. Síðustu tvo morgna hef ég verið mættur í bakaríið við hliðina á Svarta Svaninum og hef þar fengið mér bakkelsi og kaffi og lesið dagblöðin eins og sönnum heimsborgara sæmir. Við skelltum okkur síðan á Players í gær og horfðum á leikina og planið er að fara á FH leikin í dag í Kaplakrika.
|