Futurama
Fékk lánaða 1. seríuna af Futurama hjá Jóa (3 DVD diskar, 4 þættir á disk = 12 þættir, hver um 20 mínútur eða samtals 4 klukkutímar) á laugardagskvöldið. Bögglaðist í gegnum 1. diskinn þá. Morguninni eftir horfði ég svo á 3 þætti (með smá morgunmatspásum).
Svo hringdi Jói í mig klukkan 13:44 og spurði hvort ég ætlaði ekki á leikinn (FH - Fram) sem byrjaði klukkan 14:00. Mér fannst endilega að leikurinn ætti ekki að vera fyrr en klukkan 16:00 og var bara í rólegheitum að drekka kaffið mitt, en rauk í jakka og skó og sótti Jóa og brunaði svo í Krikann þar sem að FH tók Framarana í bakaríið og vann með 4 mörkum gegn einu og skoruðu FH-ingarnir 4 markið á 95. mínútu.
Ég skutlaði svo Jóa heim og eftir stutt stop fór ég heim til mín. Ég horfði svo á Jón Bónda á Skjá 1 um kvöldið og svo á nokkra Futurama þætti til viðbótar fyrir svefninn (sofnaði út frá einum þættinum).
Í morgunn vaknaði ég svo hress og kátur og var náttúrulega enn kveikt á tölvunni og horfði ég þá á restina af þáttunum (en ég átti bara eftir einn og hálfan þátt eftir) áður en ég fór svo í vinnuna.
Í kvöld er það svo tennisinn þar sem að ég og Jói ætlum að taka Hauk og Sigga í bakaríið, erum samt ekki alveg búnir að ákveða hvernig lokatölur eiga að vera.
|