mánudagur, september 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Almættið
Greinilegt er að almættið er eitthvað í nöp við mig. Enn og aftur er ég meiddur og nú tognaði ég í aftanverðu vinstra læri.
Þetta virðist engan endi ætla að taka, hef verið meiddur í læri, olnboga, úlnlið og nú aftur á læri á 2 árum. Auk þess er ég með rifinn liðþófa í vinstra hné og var lengi frá vegna grunað slits á liðþófa á hægri hné.

Hvort það sé verið að segja mér að ég eigi ekki að stunda íþróttir nokkurn tímann aftur veit ég ekki.
Vonandi er þetta ekki eins alvarlegt og síðasta tognun, en þetta lítur ekki vel út.

þetta gerðist um helgina í óvissuferð þar sem nokkrar íþróttaþrautir voru, ekki tók ég nú vel á þ.a. þetta er mjög undarlegt allt.
    
Ef þú ert duglegur við að teygja og
gera styrktaræfingar er það vissulega
undarlegt að þú skulir meiðast svona
oft ...
10:06   Blogger Burkni 

Já ég er mjög ósáttur við þetta - ekki gott skap þessa dagana.
11:57   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar