fimmtudagur, september 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Erum við að fara?
Meiri áhugi er á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair. Erlendis hafa yfir eitt þúsund manns hafa keypt sig inn á hátíðina nú þegar, en forsala hefst hér á Íslandi á morgun, 10. september, á farfuglinn.is.
Í fréttatilkynningu Icelandair segir: ?Nú hafa um eitt þúsund manns erlendis keypt sig inn á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem Icelandair stendur að með samstarfsaðilum í sjötta sinn dagana 21. til 24. október. Þetta er mun meiri áhugi en nokkru sinni fyrr og að mati Icelandair er sérstaklega ánægjulegt að hátíðin hefur aðdráttarafl á flestum mörkuðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tilgangur Icelandair með hátíðinni er að vekja athygli á landi og þjóð og auk almennra ferðamanna kemur hingað árlega mikill fjöldi fjölmiðlamanna og sérfræðinga úr tónlistarheiminum til að sjá og heyra það sem boðið er uppá á hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar er að vanda spennandi og einkennist af skemmtilegri blöndu heimsfrægra hljómsveita, eins og Keane, og mörgu því fremsta sem íslenskt tónlistarfólk hefur upp á að bjóða.
Sala á aðgangskortum á hátíðina hefst hér á Íslandi á http://www.farfuglinn.is klukkan 10, föstudaginn 10. september og er takmarkaður fjöldi aðgangskorta til sölu. Sala hefst í verslunum Skífunnar þann 17. september. Verð á aðgangskorti er kr. 5.000.?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar