Keypti mér 4 bækur á sunnudaginn og kláraði þá fyrstu af þeim í gærkvöldi. Hún heitir
Slightly out of Focus og er eftir
Robert Capa og segir sögu hans sem fréttaljósmyndara í WW2. Hann er einn frægasti
stríðsljósmyndari sögunnar og ansi magnað að lesa um það sem hann gerði í stríðinu til að ná góðum myndum. Hann t.d. stökk með fyrsta fallhlífaflokki bandamanna á Ítalíu og aðeins með myndavél að vopni.
Honum var síðan boðið að ljósmynda innrásina í Normandí ásamt 3 öðrum ljósmyndurum og áttu þeir að koma í land þegar bandamenn væru búnir að ná að komast almennilega fyrir á ströndinni. Hann ákvað hinsvegar að fara með fyrstu sveitunum í land og var hann í svipaðri stöðu og herflokkurinn sem ruddist í land í byrjun
Saving Private Ryan. Eftir að allir stukku í sjóinn af prammanum stóð hann þar og tók eina mynd og kúlurnar flugu allt í kringum hann og síðan stökk hann í sjóinn með myndavélina eina að vopni og skreið upp á ströndina ásamt öðrum og tók þar um 140 myndir. Síðan fór hann aftur um borð í prammann og slapp þangað lifandi og fór aftur í skipið. Hinir ljósmyndararnir sem komu síðar fóru aldrei af prammanum því þeir þorðu ekki fyrir sitt litla líf í þessa geðveiki.
Þegar filmurnar voru skoðaðar voru menn á því að þetta væri einar mögnuðustu ljósmyndir úr stríðinu og þær voru sendar í framköllun. Þar voru þær hitaðar of mikið og allar nema 8 myndirnar eyðulögðust og eru tvær af þeim sem björguðust orðnar heimsfrægar þrátt fyrir að þær séu óskýrar eftir ofhitnun við framköllunina.
Robert Capa dó síðan nokkrum árum síðar þegar hann steig á jarðsprengju í Indónesíu ef ég man rétt.
Það hafa verið veitt Robert Capa verðlaun til ljósmyndara sem hafa lagt á sig miklar hetjudáðir í að taka myndir af stríðsástandi og hefur
James Nachtwey hlotið þau 6x að ég held síðustu ár enda þykir hann alveg magnaður og ég horfði einmitt á mynd um hann um daginn sem heitir
War Photographer.