Austur Evrópa - finished
Jæja, mér tókst að klára að laga til myndirnar frá Austur Evrópu og þá erum við Sonja búin að gera þeirri ferð ágætis skil í myndum og er ég bara nokkuð sáttur við niðurstöðuna.
Hérna eru 3 síðustu galleríin í ferðinni:
Busteni II: Fórum aftur í fjallgöngu í Busteni.
Stelpurnar tvær sem voru með okkur voru bara á stuttbuxum og ekki meira en c.a. 10 stiga hiti þarna uppi og það var farið að rigna aðeins.
Sighisoara: Fallegur bær sem Drakúla fæddist í.
Gellur að pæla í strákunum sem sátu á hinum bekkjunum.
Budapest: Falleg stórborg.
Ráðhúsið.
Þá læt ég þessari Austur-Evrópu yfirferð lokið en spurning hvort Ítalía og Króatía detti ekki inn á SmugMug þegar ég kem heim en það verður ekki undir þessum flokki.
Við Sonja ætlum núna að fara að sofa því við þurfum að vakna fyrir kl. 7 í fyrramálið til að bruna út á flugvöll (ætla ekki að láta taka mig fyrir of hraðan akstur í þetta skiptið) og klukkan er orðin 1:32 núna.
|