Verðlaun
Fór áðan að taka við verðlaunum vegna myndakeppninnar og Morgunblaðið tók mynd af verðlaunahöfunum. Fékk Kodak LS-753 stafræna myndavél (kostar 50.000 kr.), Kodak starter pakka sem er með batteríi, þrífót, ljósmyndapappír o.flr., myndina mína stækkaða og innrammaða og 50 myndir í framköllun ásamt tveimur stækkunum. Ég ætla að gefa mömmu myndavélina þannig að nú verður hún að fara að kynna sér stafræna myndatöku og tölvur.
|
Er þetta ekki bara hin besta myndavél. Segir í umfjölluninni um hana að hún sé mjög góð fyrir þá sem eru að byrja í bransanum. Er búið að stylla myndinni þinni upp í búðinni?
16:53 Hjörleifur
Já, hún er uppi á vegg hjá þeim við innganginn og þar stendur stórum stöfum: 1. verðlaun - Jóhann Friðbjörnsson.
17:03 Joi
hmmm...Leiðréttirðu þá ekki?
17:19 Hjörleifur
Jú, að sjálfsögðu gerði ég það en Hans Petersen fékk nafnið rangt frá Morgunblaðinu þannig að það verður spennandi að sjá hvort leiðréttingin rati alla leið á síður Morgunblaðsins þegar myndin af verðlaunahöfunum verður birt.
17:36 Joi
|
|