mánudagur, ágúst 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Stutt blogg um menningardaginn.

Byrjað var á að mæta um 13.00 á Players þar sem horft var á fótbolta og spilað Pool til að verða 18.00. Þá var stefnan tekin niður í bæ þar sem við fórum í hljómskálagarðinn, vorum þar í 10 mín og héldum á Tjarnagötuna á tónleika.

Sáum þar hljómsveitina Ælu frá keflavík og var það bara ágætis skemmtun. Þaðan röltum við niður í bæ og var farið á Kaffi Austurstræti þar sem Jóhann komst á séns - en ekkert varð þó úr því. Hittum Egil Ólafsson þar inni.
Smelltum okkur svo á Thorvaldsen þar sem við sátum úti (undir tjaldi) í dágóðan tíma, fengum okkur burger, bjór og kokkteila.
Þaðan var haldið stuttlega á vísindadaga í Topshop, vorum þar stutt, fórum þá fyrir utan Lækjarbrekku og sátum þar í góðu yfirlæti og drukkum bjór og Irish Coffy.
Nú var farið að síga á seinni hlutann - undirritaður var farinn að finna vel á sér en tók þó bjór í hönd og rölti með strákunum (sem var Oddgeir líka þar sem hann kom þegar við vorum á Lækjarbrekku) niður á höfn og hlustuðum á Sálina, Stuðmenn og horfðum á flugelda.
Þegar öllu þessu var lokið var haldið á Kaffibrennsluna og svo á Iðnó. Ég staldraði stutt við á Iðnó þar sem ég var farinn að verða "þreyttur" og konan var búinn að vera að reyna að ná í mig - haldið var heim á leið með Oddgeiri.
Frétti svo daginn eftir að EE hefði verið að reyna að ná í mig á fullu - ég hefði ekki svarað og hún var brjáluð um kvöldið. Það útskýrði hví ég rauk af stað heim.

En góður dagur, gott kvöld en svolítið dýrt.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar