Jæja þá er enn ein verslunarmannahelgin búin - sennilega sú leiðinlegasta af þeim öllum.
Fór á djammið með strákunum og bróðir á föstudag - var fínt bara, ekkert að gerast í bænum reyndar, sjaldan séð hann eins tómann eins og þá.
Vaknaði upp á laugardegi í blíðunni og vonaðist til þess að fara út úr bænum - varð þó ekkert úr því - viss vonbrigði, neita því ekki. Var þá ekki í stuði til að gera neitt - ætlaði frekar að vera í stuði á Sunnudeginum. HÖH fór þó til Hreiðars og skemmti sér vel fram á nótt.
Keyrði bróðir minn á flugvöll um sunnudag - ætlaði að hitta Hjölla og Jóa og fara í gönguferð - þeir svöruðu ekki í síma og því varð ekkert úr því. Viss vonbrigði þar, en svona er þetta stundum.
Heyrði svo aftur í þeim um 22.00 og sögðust þeir ætla að slappa af heima hjá Jóa og drekkar nokkra öllarra - bjuggust ekki við að gera neitt meira. Ég ákvað því að spara mér leigubílakostnað osfrv og ákvað að vera heima aftur.
Horfði amk á mikið sjónvarp... og hugsaði meira en góðu hófi gegnir..
Til þess að gera eitthvað þessa helgi þá ákvað ég að skella mér í vinnunna og hjólaði þangað og ætla hjóla meira á eftir. Hefði kannski átt að mæta í vinnuna í gær eins og ég ætlaði - það hefði kannski lyft upp deginum.
En nú er helgin búin og ég tilbúin í næstu viku.
|