Annars er bara góð helgi framundan og í kvöld verður gert eitthvað djúnkspúnks (einsog krakkarnir segja) en morgundagurinn og helgin eru óráðin, en svo tek ég mér frí í næstu viku og ætla að skreppa vestur á nes (Snæfellsnes) og veit ekkert hvenær ég kem aftur. Þetta hefur að vísu alvarlegar afleiðingar þar sem að enn eru tafir á köfunarnámskeiðinu og gæti ég jafnvel frestað nesför ef það verður útlit fyrir að ég geti klárað þetta dæmi, en ekki tókst það í þessari viku, vegna mikilla anna (svo var líka bara svo leiðinlegt veður til að fara út að kafa, en það er náttúrulega bara léleg afsökun, sem maður segjir ekki nokkrum manni frá).
En það sem ég vildi sagt hafa en er ekki enn búinn að segja er þetta: Góða verslunarmannahelgi!!!!!!
|