Þá er búið að ganga frá tryggingarmálunum, þó svo að eigendaskiptin hafi ekki verið full afgreidd hjá umferðastofu, en seljandi bílsins hringdi klukkan 15:50 í dag í umferðastofu og þar svaraði bara símsvari að skrifstofan lokaði klukkan 16. Greinilegt að einhver föstudagur var hlaupinn í starfsmenn, en þeir kláruðu semsagt ekki í dag að afgreiða eigendaskiptin og því er bíllinn núna skráður á seljandann, en ég tryggi bílinn.
|