þriðjudagur, ágúst 12, 2003 Hjörleifur |
		17:40 
		
	 | 
Er þetta ekki of mikið?
 Stóri bróðir sér allt – alls staðar
 Bandaríska varnarmálaráðuneytið er að sögn AP fréttastofunnar að þróa eftirlitskerfi sem notar tölvur og þúsundir myndavéla til þess að fylgjast með, skrá og skilgreina hreyfingar á öllum bílum í útlendum borgum. Unnið er að verkefninu – sem kallast “Combat Zones That See” – í þeim tilgangi að bæta stöðu bandaríska hersins á átakasvæðum í erlendum borgum. Hins vegar benda ýmsir á að kerfið megi nota til þess að njósna um Bandaríkjamenn sjálfa. Hugbúnaðurinn í kerfinu þykir byltingarkenndur en með honum er unnt með sjálfvirkum hætti að skilgreina bíl eftir stærð, lit, lögun og númeri, eða greina ökumann eða farþega af andliti. 
	 |