Það er ekki hægt að segja annað en að manni hlakkar orðið ansi mikið til fyrir nýja tímabilið. Tottenham þegar búið að kaupa 3 sóknarmenn og eru orðaðir við Mark Van Bommel - en það yrðu frábær kaup ef hann kæmi til Tottenham, þá væri ég orðinn nokkuð sáttur fyrir tímabilið og tilbúinn í Evrópuslaginn.
Annars er mín spá sú að í fyrra var Arsenal liðið til að sigra og í ár verður það Utd. Þeir hafa firnasterkt lið sem verður erfitt að slá, sérstaklega í ljósi þess að minna álag verður á stóru liðunum núna í champ league.
5 dagar og þá byrjar þetta (svona meira og minna).
|