Á einni góðviðrisstund á þingvöllum var ákveðið af þremur slembibullurum að stofna klúbb þar sem ýmis málefni væru tekin fyrir.  Stefnan var að hafa þennan klúbb annann hvorn fimmtudag og á að byrja næsta fimmtudag.
 Hjölli og Árni (2 af stofnmeðlimum) munu tilkynna í byrjun næstu viku hvað verður gert fyrsta daginn.
 Þennan klúbb þarf að taka mjög alvarlega og er ekki áætlað að menn mæti bara þegar hentar - það þarf að vera mjög góð ástæða fyrir því að menn mæti ekki.
 Nú köllum við eftir svari frá PP og OG varðandi hvort þeir ætli að vera með í þessum klúbbi.
 Það sem verður gert er mjög breytilegt, getur verið að fara á kaffihús og drekka kaffi og spjalla eða bara fara í keilu eða snóker.  Við gætum tekið upp á því að fara á Listasafn eða jafnvel tónleika, hver veit.
 Nú þegar er klúbburinn orðinn þrír meðlimir og er beðið eftir að heyra frá hinum tveimur aðilunum með þátttöku.  
	 |