fimmtudagur, ágúst 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Búið að vera mikið að gera í vikunni í vinnunni, en ég er núna með skjálftavaktina þessa vikuna. En þetta er allt að róast eins og meðfylgjandi frétt frá því á laugardaginn (23/8) ber með sér, en þetta er ekkert grín.

Jarðskjálftavirkni fer minnkandi

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni norðvestan við Krísuvík sem hófst í nótt. Fólk er þó beðið að halda kyrru fyrir undir borðum fram yfir helgi og reyna að tala sem allra minnst.

Þeir sem nauðsynlega þurfa að ferðast milli staða ættu að hafa hlífðarhjálma, því sauðfé, bílar og annað lauslegt er jafnt og þétt að falla til jarðar eftir hamfarirnar.

Ríkisstjórn Íslands mun síðan taka um það ákvörðun í kvöld eða snemma í fyrramálið hvort nauðsynlegt þykir að rýma landið.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar