Jæja þá er maður kominn aftur í vinnuna. Fríið búið að vera fínt. En það var mikið hjólað í fríinu og auk þess var ég doldið duglegur heima, en ég tók mig til og tók til í geymslunni og er hún bara orðin nokkuð góð núna, en ég málaði hana einnig marmarahvíta (sem er bara hvítt og líkist marmara ekki neitt). Á laugardaginn var svo haldið vestur á nes til Hildar og héldum við þar upp á afmælin okkar (6. og 8. ágúst). Ég kom svo heim í gærkvöldi og málaði þá seinni umferðina á geymslunni og var ekki búinn fyrr en rétt um miðnætti og horfði þá á "Nátthrafna" á skjá einum til klukkan 1 og fór þá að sofa (að vísu var ég að lesa teiknimyndasögur í ca klukkutíma í viðbót og var því ekki sofnaður fyrr en um 2 leitið og vaknaði svo af einhverjum völdum klukkan hálf fimm og var bara andvaka og sofnaði ekki aftur fyrr en klukkan var orðin rúmlega 6 og átti svo í erfiðleikum með að vakna um morguninn og var ekki kominn í vinnuna fyrr en korter yfir tíu).
|