Hvaða skítaskot eru þetta frá Sigurði???
Annars er ég rétt að skríða saman núna eftir djammið á laugardaginn og það er ljóst að maður þolir ekki svona pakka lengur. Ég hef því ákveðið að fara ekki á fyllerí næstu vikurnar heldur reyna að gera eitthvað meira uppbyggilegt.
Annars verður vinnuferð á föstudaginn og er för heitið á Jökulsá Eystri í gúmíbátaferð. Við í vinahópnum fórum einmitt þessa ferð fyrir nokkrum árum síðan sem var mjög skemmtilegt.
Annars hef ég ákveðið að setja ekki myndirnar mínar á PBase eins og ég var búinn að ákveða, heldur kaupa mér aðgang að http://www.smugmug.com/. Það er mikið talað um þessa síðu á umræðuðráðum á dpreview og virðast flestir vera sammála um að þetta sé besta myndasíðan. Fyrir c.a. $30 á ári fær maður ótakmarkað pláss fyrir myndir (veit ekki alveg hvernig þeir geta lofað þessu) og gagnaflutningur upp á 1 GB á mánuði. Ég held að þetta sé bara málið!
Síðan er ég að spá í að gerast áskrifandi af tímaritinu Digital Camera Magazine, sem er fjandi gott tímarit um ljósmyndun og eftirvinnslu í tölvu.
Skólinn fer að byrja og ég er að spá í að hætta við að taka áfangann Sérhæfð gagnagrunnskerfi og taka frekar Stöðuvélar og Reiknanleiki hjá Halldóri Halldórssyni.
Jæja, ég vona að Siggi geti sætt sig við þetta blogg.
|