þriðjudagur, ágúst 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Hvaða skítaskot eru þetta frá Sigurði???

Annars er ég rétt að skríða saman núna eftir djammið á laugardaginn og það er ljóst að maður þolir ekki svona pakka lengur. Ég hef því ákveðið að fara ekki á fyllerí næstu vikurnar heldur reyna að gera eitthvað meira uppbyggilegt.
Annars verður vinnuferð á föstudaginn og er för heitið á Jökulsá Eystri í gúmíbátaferð. Við í vinahópnum fórum einmitt þessa ferð fyrir nokkrum árum síðan sem var mjög skemmtilegt.

Annars hef ég ákveðið að setja ekki myndirnar mínar á PBase eins og ég var búinn að ákveða, heldur kaupa mér aðgang að http://www.smugmug.com/. Það er mikið talað um þessa síðu á umræðuðráðum á dpreview og virðast flestir vera sammála um að þetta sé besta myndasíðan. Fyrir c.a. $30 á ári fær maður ótakmarkað pláss fyrir myndir (veit ekki alveg hvernig þeir geta lofað þessu) og gagnaflutningur upp á 1 GB á mánuði. Ég held að þetta sé bara málið!
Síðan er ég að spá í að gerast áskrifandi af tímaritinu Digital Camera Magazine, sem er fjandi gott tímarit um ljósmyndun og eftirvinnslu í tölvu.

Skólinn fer að byrja og ég er að spá í að hætta við að taka áfangann Sérhæfð gagnagrunnskerfi og taka frekar Stöðuvélar og Reiknanleiki hjá Halldóri Halldórssyni.

Jæja, ég vona að Siggi geti sætt sig við þetta blogg.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar