fimmtudagur, ágúst 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Það er alveg grátlegt þegar gjörsamlega hæfileikalaust fólk er að basla svona áfram í poppinu bara af því það þekkir einhvern eða er skyldur einhverjum. Þetta er svona svipað og með Victoriu Beckham:

Úr MBL:
Ozzy Osbourne grátbiður Kelly dóttur sína að hætta ekki í poppinu, en hún lýsti því yfir að hún vildi hætta því henni gengi svo illa.
Kelly er búin að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu því miðasala gengur illa. Á tónleikum hennar í Edinborg á þriðjudagskvöldið seldust aðeins 250 miðar af 3.000.

Kelly varð einnig fyrir vonbrigðum þegar hún hitaði upp fyrir Robbie Williams í Knebworth, en hún gleymdi lagatexta á sviðinu og gerðu illir áhorfendur hróp að henni.

Ozzy vill endilega að dóttir hans spili með honum á tónleikum og hefur hvatt Kelly til að reyna aftur.

"Ozzy sýnir Kelly mikinn stuðning og hefur sagt henni að þetta sé bara tímabundið og hún eigi ekki að hætta. Hann vill að hún taki sér smáfrí en komi svo og hiti upp fyrir hann þegar hann fer í næsta tónleikaferðalag," sagði vinur þeirra.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar