Svona var helgin þá:
Föstudagur:
Vinna, fór að æfa eftir vinnu, fór heim og grillaði silung (ekki góður í þetta sinn). Eftir það komu nokkrar vinkonur EE í heimsókn og voru þarna til að verða 10:30 því þá þurftu þær að fara í bowling. Rétt eftir að þær fóru var bankað upp á hjá mér og nágranni minn að fá lánaðan upptakara, endaði með því að ég fór í heimsókn og spjallaði í smástund og var Gróa á Leiti með okkur þegar talað var um vinnutengd mál.
Laugardagur:
Horft á leik nr. 1 - ekki gaman.
Farið á Players og horft á Tottenham leikinn - það var hinsvegar gaman.
Fór í Perluna og keypti DVD og CD fyrir 8000 kr. Á meðan ég stóð og var að skoða eitthvað kom Pétur Kristjáns upp að mér og benti mér á að Arthur Brown diskurinn sem ég hafði í höndunum væri mjög góður og nefndi um leið að hann hefði séð hann spila 1969 í London (lucky bastard). Ég var nú búinn að ákveða að kaupa diskinn og gerði þetta hann enn skemmtilegri kaup. Eftirfarandi var keypt á markaðnum:
DVD - Wedding Singer fyrir EE á 1000 kr.
DVD - Convoy - 1000 kr.
DVD - Heimildarmynd um independent artists, sem heitir D.I.Y. (eða Do it yourself), þar sem m.a. er talað við Jim Rose, Lydia Lunch, Richard Kern ofl.
CD - 2 smáskifur með Moby
Cd - Arthur Brown - Anthology
CD - Gravity Kills - Superstarved - 1000 kr.
Mjög sáttur við þessi kaup..
Fór svo heim þar sem ég var á leiðinni á Sirkus Halldórs Laxness. Hjölli hafði bailað á síðustu stundu vegna smá jarðskjálftavirkni og hélt ég að Jói væri enn úti á landi og því reyndi ég ekki að hafa samband við hann, reyndar hatar hann Mínus þ.a. það hefði svo sem ekki skipt máli. En talandi um jarðskjálftana þá var ég mitt á milli svefns og vöku í stofunni þegar fyrsti kom og ég vissi ekki hvað var að gerast og fékk bara sjokk - hljóp um íbúðina að tékka á hvað hefði gerst - ringlaður. Þegar næsti kom þá var ég meira vakandi og grunaði nú að um jarðskjálfta væri að ræða. En það brakaði svo mikið í húsinu að ég hélt virkilega að það hefði orðið sprenging á neðstu hæðinni og leit því út um alla glugga osfr...
Nú aftur að Sirkusnum - þetta var heljarins dæmi, fyrri helmingur showsins var svona Jam dæmi, mjög gaman að heyra nánast eitt lag í 1,5 klst eða ca það. Þetta var mjög flott og gaman að sjá svona. Seinni hluti showsins voru lög frá Mínus og fannst mér þeir koma vel út.
Palli Banani, celebrity hóra nr. 1 var að sjálfsögðu á staðnum ásamt mörgum frægum andlitum og þar á meðal ég..
Eftir þetta var haldið heim á leið, þrír bjórar í mallanum - því var tekin not so sober ákvörðun um að reyna að horfa á Daredevil og voru það mistök, ég hafði ekki einu sinni gaman af henni í glasi og hvað þá edrú...
Sunnudagur:
Vaknaði - fór á æfingu.
Horfði svo á 2 leiki í röð og gerði mest lítið þennan dag og þetta kvöld. Stundum er gott að gera ekki neitt..
og nú er mánudagur og vinnan hafin..