mánudagur, nóvember 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd
Nýja myndavélin mín reyndist vera með fókusvandræði og ég veit ekki hvenær ég fæ hana því Beco þarf að panta að utan eitthvað fókusspjald til að stilla hana, fæ væntanlega að vita það á morgun.

Ég ætla því að setja bara inn eina gamla mynd núna:


Nei Sigurður, þetta er ekki Casanova eða James Bond á yngri árum heldur ÉG! Taktu eftir hvað ég var strax orðinn mikill snyrtipinni og með heimsborgaralegt yfirbragð. Ég veit hinsvegar ekki hvað ég var gamall þarna, líklegast um 3ja mánaða en ég var mjög bráðþroska.

Eins og Hjölli er búinn að upplýsa heiminn þá fórum við á leikrit á laugardaginn sem var alveg ágætt, hægt að hlægja mikið að því og eftir það hélt hópurinn heim til okkar Sonju þar sem setið var eitthvað frameftir.
    
Hann sló mig nú bara sem John Travolta í Saturday Night Fever ... ungur þeas
16:42   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar